Búnaðarbankinn er tækjabanki grunnskóla Múlaþings. Hann er staðsettur í Egilsstaðaskóla og umsjón með honum hefur Hrefna Hlín Sigurðardóttir verkefnastjóri tæknimála í Egilsstaðaskóla.
Nokkur mikilvæg atriði:
- Pöntunarsíðan er á innranetinu.
- Pantanir sem þarf að sækja í Egilsstaðaskóla eru í afgreiðslu skólans sem er opin milli 8:00 – 16:00.
- Ef sækja þarf tæki innan sólarhrings eru kennarar beðnir að hafa beint samband við Hrefnu Hlín í tölvupósti, á teams eða hringja.
- Mikilvægt er að ganga vel um allan búnað og passa að allir aukahlutir s.s. snúrur séu á sínum stað.
- Það þarf að sjá til þess að tæki séu með fulla hleðslu þegar skilað er.
- Ef töf verður á skilum þá þarf að bóka aftur á pöntunarsíðunni.
Endilega verið dugleg að taka út úr Búnaðarbankanum og einnig að koma á framfæri hugmyndum um tæki sem hægt væri að leggja inn í bankann.
Þú bókar með því að smella á tenglana efst á síðunni.
Listi yfir allan búnað og hvenær hann er laus.
Hleður...
Osmo Pizza Co (5 stk)
Osmo Detective (5 stk)
Osmo Creative starter Kit (5stk)
Osmo Coding starter kit (5 stk)
Indi (3 stk)
Let's Go Code
Dróni (1 stk)
Þrívíddarprentari
PASCObot (1 stk)
Artie max
Wonder vélmenni (pakki með Dash, Cue o.fl.))
Robot Mouse sett
Blue-bot (7 stk)
Makey makey (1 stk)