
Blue-bot er skemmtilegur lítill róbóti sem hentar vel til að kenna börnum í leik- og grunnskólum grunnhugtök forritunar. Hægt er að forrita Blue-bot bæði með því að ýta á takkana ofan á róbótanum og með spjaldtölvu. Forritunin getur því bæði verið með eða án skjás. Þær geta ferðast um og því tilvalið að blanda saman sköpun og forritun með því að búa þrautabrautir.