Indi vélmennið er kennslutæki sem kennir börnum forritun og lausnaleit í leik. Nemendur stýra hreyfingum þess með litakóðum. Leikurinn byggist á skjálausri forritun. Indi er með skynjara sem nemur liti og hefur hvert litað spjald sína skipun.
Þó að Sphero indi sé byggður á skjálausri forritun fylgir með honum smáforrit, Sphero Edu Jr., sem bætir við notkunarmöguleika hans. Í gegnum smáforritið geta börnin meðal annars stjórnað indi með stýripinna og breytt skipunum frá lituðu mottunum
Hér er síða indi en hér má finna alls konar upplýsingar og leiðbeiningar um vélmennið.