Skip to content

Wonder vélmenni (pakki)

Wonder Dash og Cue eru skemmtileg og fjölhæf kennslutól í formi lítilla vélmenna sem henta vel til að kynna nemendum forritun og lausnamiðaða hugsun á skapandi hátt. Þau eru hönnuð með það í huga að vekja áhuga nemenda á tæknilegum viðfangsefnum og þróa gagnrýna hugsun og samvinnuhæfni.

Wonder Dash

Dash er litríkt og vingjarnlegt vélmenni sem hægt er að stýra með einföldum kóðunarverkfærum. Það eru til nokkur öpp fyrir Dash vélmennin sem bjóða öll upp á mismunandi möguleika, hér er yfirlit yfir öppin en það er líka um að gera að hlaða þeim niður og prófa. Öppin sem um ræðir eru WonderBlockly, Path og Go. Öppin innihalda leiðbeiningar sem kenna skref fyrir skref hvernig á að forrita Dash.

Dash vélmennið er sérstaklega hannað fyrir yngri nemendur og býður upp á verkefni sem hjálpa þeim að skilja grunnhugtök í forritun, eins og raðir (algorithms), lykkjur (loops), og skilyrði (conditionals).

  • Hagnýting í kennslu:
    • Nemendur geta forritað Dash til að keyra ákveðnar vegalengdir, spila hljóð eða jafnvel leysa einföld verkefni.
    • Verkefnin geta verið tengd mismunandi námsgreinum, t.d. reikningi með því að láta vélmennið keyra ákveðnar vegalengdir eða sögugerð með því að búa til leikrit þar sem vélmennið hefur hlutverk.

Cue

Cue er þróaðri útgáfa af Dash og hentar eldri nemendum, þar sem það býr yfir fleiri möguleikum og flóknara forritunarviðmóti. Með Cue geta nemendur notað bæði textaforritun og myndræn forritun (block-based programming). Cue er með mismunandi persónuleika og leyfir nemendum að taka þátt í samskiptum sem byggja á gervigreind. Appið sem stýrir Cue heitir einfaldlega Cue.

  • Hagnýting í kennslu:
    • Hentar vel til að kynna textaforritun á borð við JavaScript.
    • Nemendur geta skapað eigin lausnir, leyst flóknari þrautir eða þróað gagnvirk forrit sem fela í sér samspil gervigreindar og hreyfingar vélmennisins.

Í pakkanum má einnig finna launcher sem má nota til að láta vélmennin skjóta boltum, gripper sem er hægt að festa á vélmennin svo að þau geti tekið hluti upp og sketch kit svo vélmennin geti teiknað.

Pakkinn inniheldur:

  • 4 x Dash vélmenni
  • 2 x Cue vélmenni
  • 2 x Launcher
  • 2 x Gripper
  • 1 x Sketch kit
Calendar is loading...
-
Laust
 
-
Staðfest
 
-
Bíður staðfestingar

Skóli sem pantar*:

Pöntunaraðili*:

Netfang*:

Sími:

Nánar um pöntun: